Lake Thingvellir Cottages

Hafðu samband  Sími: 892 7110 / 864 7664    Netfang: cottages@lakethingvellir.is

 

Gisting

NOTALEG SMÁHÝSI VIÐ ÞINGVALLAVATN –
MEÐ ÖLLUM ÞÆGINDUM

Fjögur þægileg smáhýsi (36 m2) á Heiðarási við Þingvallavatn, steinsnar frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum sem er hrífandi staður hvort sem er að sumri eða vetri.

Héðan er stórfenglegt útsýni yfir vatnið og fjallahringinn – og hér er einn besti staðurinn í grennd við höfuðborgina til að njóta töfra norðurljósanna á heiðskírum vetrarkvöldum.

VERIÐ VELKOMIN Í SMÁHÝSIN Á HEIÐARÁSI!

Í öllum húsunum eru uppbúin rúm, eldhúskrókur og ókeypis þráðlaust netsamband. Í þremur húsanna eru tvö svefnherbergi með uppbúnum rúmum fyrir þrjá–fjóra. Í öðru herberginu er hægt að taka rúmið (160 cm breitt) í tvennt, en ekki í hinu. Það rúm er 120 cm á breidd. Í tveimur húsanna er lítil efri koja fyrir barn í öðru svefnherberginu. Í fjórða húsinu er eitt stórt svefnherbergi fyrir tvo.

Gestir sjá sjálfum sér fyrir öllum mat og annast matreiðslu.

Leikaðstaða fyrir börn er við húsin.

Opið allt árið.

Vetrarverð (1. september 2018 – 31. maí 2019)
Verð 16.500 kr. nóttin fyrir húsið + 1.900 á mann (sængurföt)

Sumarverð (1. júní 2019 – 31. ágúst 2019)
Verð 19.500 kr. nóttin fyrir húsið + 2.500 á mann (sængurföt)

Vetrarverð (1. september 2019 – 31. maí 2020)
Verð 17.000 kr. nóttin fyrir húsið + 2.000 á mann (sængurföt)

Innifalinn í verðinu er 11% virðisaukaskattur.

Lágmarksdvöl 1. júní – 30. september:  2 nætur

AFPÖNTUNARSKILMÁLAR
30 dögum eða fleiri fyrir komu:
80% af heildarupphæð endurgreidd. 29–8 dögum fyrir komu: 20% af heildarupphæð endurgreidd. 0–7 dögum fyrir komu: Engin endurgreiðsla. Sama gildir ef ekki er látið vita að hætt sé við bókun eða ef farið er fyrr en bókað var.

GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR

VEGALENGDIR, ÞJÓNUSTA OG AFÞREYING

Þingvellir 6 KM

National Park
Interesting Place
Information Desk
Fishing
Hiking
Camping
Grocery Store

Laugarvatn 34 KM

Restaurant
Grocery Store
Hotel
Camping
Gas Station
Swimming Pool
Geothermal Bath

Geysir 65 KM

Hot Springs
Restaurant
Hotel
Camping
Hiking
Gas Station

Gullfoss 72 KM

Waterfall
Restaurant
Hotel
Hiking

Friðheimar 59 KM

Restaurant
Horse Shows
Horticulture
Exhibition

Reykholt 59 KM

Grocery Store
Restaurant
Camping
Gas Station
Swimming Pool

Flúðir 70 KM

Grocery Store
Restaurant
Hotel
Camping
Gas Station
Swimming Pool
Horse Rental

Gamla laugin 71 KM

Geothermal Bath

Selfoss 48 KM

Grocery Store
Restaurant
Hotel
Camping
Gas Station
Swimming Pool
Golf

Hveragerði 57 KM

Grocery Store
Restaurant
Hotel
Camping
Gas Station
Swimming Pool
Hiking

Nesjavellir 17 KM

Hot Springs
Restaurant
Hotel
Hiking

Mosfellsbær 30 KM

Grocery Store
Restaurant
Hotel
Camping
Gas Station
Swimming Pool
Horse Rental

Gljúfrasteinn 20 KM

Exhibition

Laxnes 20 KM

Horse Rental

Skálafell 17 KM

Skiing

Reykjavík 45 KM

Grocery Store
Restaurant
Hotel
Gas Station
Swimming Pool
Domestic Airport
Car Rental

KEF flugvöllur 88 KM

International Airport
Restaurant
Hotel
Gas Station
Car Rental

Bláa Lónið 86 KM

Geothermal Bath
Restaurant
Hotel

Húsafell 72 KM

Restaurant
Hotel
Camping
Gas Station
Swimming Pool
Hiking
Glacier Tours

Glymur 56 KM

Waterfall
Hiking

Hvalfjörður 60 KM

Hiking
Restaurant
Farm Visits

FJÖLBREYTTIR MÖGULEIKAR Á DAGSFERÐUM

Frá Heiðarási er hægt að fara í fjölmargar skemmtilegar dagsferðir um nágrennið. Hér er hægt að dvelja í nokkra daga og fara í lengri jafnt sem skemmri bíl- og göngutúra. Koma svo aftur heim að kvöldi, slaka á og skipuleggja ævintýri næsta dags!

Við erum á Gullna hringnum, steinsnar frá Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Héðan er líka stutt að fara til höfuðborgarinnar Reykjavíkur, í Bláa lónið, Hvalfjörð,  Borgarfjörð, Laugarvatn, Reykholt, Flúðir og Suðurströndina.

Á vef Þjóðgarðsins á Þingvöllum er að finna greinargóðar upplýsingar um gönguleiðir. Gott er að hefja heimsóknina í þjóðgarðinn með því að koma við í Gestastofunni á Hakinu, skoða kort og sýningu um náttúru og sögu Þingvalla. Þeir sem hafa áhuga á að renna fyrir fisk í þjóðgarðinum geta keypt veiðileyfi í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.

Á vefnum Upplifðu Suðurland er einnig að finna mikið af góðum upplýsingum um ferðalög og afþreyingu á Suðurlandi. Þar má ennfremur sjá hagnýtar upplýsingar um akstur á íslenskum vegum, sem eru að sumu leyti frábrugðnir þeim vegum sem flestir af gestum okkar eru vanir.

Verið ekki feimin við að leita ráða hjá okkur ef spurningar vakna varðandi ferðatilhögun eða vegalengdir. Síminn er 892 7110 og 864 7664 og netfangið cottages@lakethingvellir.is.

Veður og færð

Það er alltaf skynsamlegt að fylgjast með veðurspánni, sérstaklega þegar ferðast er að vetrarlagi, því á Íslandi er allra veðra von. Hér má sjá veðurspána á vef Veðurstofu Íslands.

Vegagerðin sér um snjómokstur á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði á degi hverjum yfir veturinn þegar á þarf að halda. Veður getur þó breyst snögglega, þannig að vegum sé lokað tímabundið, þó að það gerist afar sjaldan.

Á vef Vegagerðarinnar má fylgjast með færð á vegum og hér má sjá myndir úr vefmyndavélum á Mosfellsheiði, við Gjábakka og á Lyngdalsheiði. 

Safe Travel

Safe travel

Á vefnum Safe Travel má finna góð ráð um öryggi á ferðalögum um landið allan ársins hring. Þar má einnig skrá inn ferðaáætlun

Í NÆSTA NÁGRENNI VIÐ ÞJÓÐGARÐINN Á ÞINGVÖLLUM

Þingvellir, friðlýstur helgistaður Íslendinga, eru á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér var Alþingi stofnað um árið 930 og kom saman allt fram til ársins 1798. Allir helstu viðburðir í sögu þjóðarinnar hafa gerst hér, t.d. kristnitakan árið 1000 og stofnun íslenska lýðveldisins 17. júní 1944. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1930 og er nú einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.

Þingvellir eru undurfallegur staður sem á sér engan líka, töfrandi heimur fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk, hvort sem er á björtum sumarnóttum, í litadýrð haustsins eða undir stjörnubjörtum himni á vetrum.

Um okkur

HEIMAFÓLK Á HEIMAVELLI

Gestgjafarnir Bogga og Kolbeinn eru heimafólk sem gjörþekkir svæðið. Þau eru heldur aldrei langt undan, því þau búa í næsta húsi. Fjölskyldan hefur búið á Heiðarási síðan 2008 en Kolbeinn er fæddur og uppalinn á næsta bæ, Heiðarbæ. Bogga er leikskólakennari en hefur nú alfarið snúið sér að ferðaþjónustunni. Kolbeinn er vélsmíðameistari og starfar sem verktaki í sveitinni.

Unglingarnir á heimilinu, Kristrún og Tryggvi, hjálpa til við reksturinn – og yngri börnin, Guðmundur og Hildur, eru upprennandi og efnilegir aðstoðarmenn. Við tölum ensku og dönsku, auk ástkæra ylhýra málsins. Verið ekki feimin við að hafa samband ef þið hafið spurningar eða ykkur vantar aðstoð. Síminn er 892 7110 og 864 7664 og netfangið cottages@lakethingvellir.is.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hér erum við

Smáhýsin á Heiðarási (Lake Thingvellir Cottages) standa við þjóðveg nr. 36, aðeins 6 km vestan Þingvalla og 45 km austan Reykjavíkur.

N64 14.011 W021 11.686